Nú hefur alls 4547 haustskýrslum verið skilað rafrænt.

Bændur / Búfjáreigendur / umráðamenn búfjár

Smelltu á tengilinn hér að neðan (island.is) til að skrá þig inn með rafrænu auðkenni (veflykli).

Allar nánari upplýsingar um notkun veflykils island.is er að finna á vefsíðu þeirra undir www.island.is/islykill
Eigendur alifugla athugið: Hafa skal samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@mast.is, fyrir leiðréttingar og skráningar alifugla.

Í samræmi við lög um búfjárhald nr. 38/2013 skulu umráðamenn búfjár árlega skila haustskýrslu fyrir 20. nóvember um búfjáreign, fóður og eftir atvikum landstærðir. Haustskýrslu skal skrá og skila rafrænt á síðunni www.bustofn.is. 

Aðgengi að www.bustofn.is er fengið með rafrænum lykli  ( Íslykill ) og opnast aðgangur þegar kennitala og lykilnúmer hafa verið skráð. Íslykill er gefinn út af Þjóðskrá og er lykilorð hans tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila. 

Nánari upplýsingar um Íslykil má nálgast á síðunni www.island.is . Hafi ekki verið sótt um Íslykil er hægt að gera það eftir að aðgangur að skýrslu hefur verið ræstur með hnappnum sem sýndur er á forsíðu Bústofns. Íslykil er hægt að fá sendan í heimabanka og tekur það um 5 -10 mínútur. Eins er hægt að fá hann sendan í bréfpósti og tekur það 4-6 virka daga. 

Þeim sem eiga eða halda búfé en hafa ekki verið skráðir búfjáreigendur í Bústofni er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn sem annast nýskráningar og leiðréttingar. Upplýsingar um dýraeftirlitsmenn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar. 

Þeir sem ekki hafa tök á því að skila sjálfir í gegnum Bústofn stendur til boða þjónusta Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins RML við skil á haustskýrslu, fyrir þá þjónustu er innheimt samkvæmt gjaldskrá RML. Hafa má samband við RML í síma 516-5000 eða með tölvupósti á netfangið rml@rml.is.  Vert er að taka sérstaklega fram að RML veitir ekki notendaþjónustu við forritið Bústofn. Þeir sem skila sjálfir í gegnum kerfið og þurfa á aðstoð að halda við það er bent á að hafa samband við dýraeftirlitsmenn MAST í síma 530-4800 eða í gegnum mast@mast.is 
Sérstök athygli er vakin á að eftir að upplýsingar hafa verið skráðar þarf að ljúka skýrslu með sérstökum skilahnapp. 

Dýraeftirlitsmenn

Athugið: Innskráning hér að neðan er eingöngu fyrir dýraeftirlitsmenn.